Bækurnar um Rut fjalla um mannleg samskipti.
Þessi saga er á léttu lesmáli og segir frá því þegar Rut varð það á að stela. Hvernig bregst hún við?
Hvaða raddir eru að tala við hana?
Hér er vakin athygli á:
- þjófnaði
- hjálpsemi
- samviskusemi
- tillitssemi
- fyrirgefningu
- einelti.